Þekktu réttindi þín
15 28. grein – Aðgangur að menntun Öll börn eiga rétt á menntun. Grunnmenntun á að vera ókeypis og öll börn eiga að hafa aðgang að framhalds- menntun. Hvetja á börn til þess að mennta sig. Aldrei má beita barn ofbeldi eða niðurlægja það, svo sem vegna brota á skólareglum. 29. grein – Markmið menntunar Menntun á að hjálpa börnum að læra að rækta sjálfsmynd sína, hæfileika og færni. Hún á að kenna þeim að þekkja réttindi sín og að virða réttindi annarra, menningu þeirra og fjölbreytileika. Menntun á að hjálpa þeim að lifa friðsamlega og að vernda náttúruna. 30. grein – Menning, tungumál, trúarbrögð minnihlutahópa Börn eiga rétt á að iðka eigin trú, tala sitt tungumál og viðhalda menningu sinni. AÐGANGUR AÐ MENNTUN 28 MARKMIÐ MENNTUNAR 29 MENNING, TUNGU- MÁL, TRÚARBRÖGÐ MINNIHLUTAHÓPA 30
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=