Þekktu réttindi þín

14 25. grein – Eftirlit með vistun barna utan heimilis Börn sem hafa verið vistuð utan heimilis, þeim til verndar, umönnunar eða af heilsufarsástæðum, eiga rétt á því að meðferð þeirra og allar aðrar aðstæður séu kannaðar reglulega til þess að ganga úr skugga um að allt gangi vel og að það sé enn best fyrir barnið að vera vistað á viðkomandi stað. 26. grein – Félagsleg og efnahagsleg aðstoð Börn sem búa við fátækt eiga rétt á aðstoð. Stjórnvöld skulu tryggja þann rétt með því að útvega peninga og annars konar stuðning. 27. grein – Næring, föt og öruggt heimili Börn eiga rétt á því að fá næringu, fatnað og öruggt heimili svo þau geti þroskast á sem bestan hátt. Stjórnvöld eiga að aðstoða fjölskyldur sem hafa ekki kost á því að veita börnum framangreint. EFTIRLIT MEÐ VISTUN BARNA UTAN HEIMILIS 25 FÉLAGSLEG OG EFNAHAGSLEG AÐSTOÐ 26 NÆRING, FÖT OG ÖRUGGT HEIMILI 27

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=