Þekktu réttindi þín

13 BÖRN SEM FLÓTTAMENN 22 FÖTLUÐ BÖRN 23 HEILSUVERND, VATN, MATUR, UMHVERFI 24 22. grein – Börn sem flóttamenn Börn sem þurfa að flýja heimaland sitt sem flóttamenn eiga rétt á vernd og stuðningi við að nýta sér þau réttindi sem þau eiga samkvæmt Barnasáttmálanum í nýja landinu. 23. grein – Fötluð börn Fötluð börn eiga rétt á því að lifa við aðstæður sem gerir þeim kleift að lifa eins góðu lífi í samfélaginu og völ er á. Stjórnvöld eiga að fjarlægja hindranir svo öll börn geti orðið sjálfstæð og tekið þátt í samfélaginu með virkum hætti. 24. grein – Heilsuvernd, vatn, matur, umhverfi Börn eiga rétt á bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á, hreinu drykkjarvatni, hollum mat og hreinu og öruggu umhverfi. Allir eiga að fá upplýsingar um hvernig sé hægt að lifa öruggu og heilbrigðu lífi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=