Þekktu réttindi þín

12 19. grein – Vernd gegn ofbeldi Stjórnvöld eiga að vernda börn gegn ofbeldi, misbeitingu og vanrækslu af hendi allra þeirra sem annast þau. 20. grein – Umönnun utan fjölskyldu Barn sem ekki nýtur umönnunar fjölskyldu sinnar á rétt á því að hugsað sé um það af fólki sem ber virðingu fyrir trúarskoðunum þess, menningu, tungumáli og öðru sem varðar líf barnsins. 21. grein – Ættleidd börn Þegar börn eru ættleidd er mikilvægt að það sem er barni fyrir bestu sé haft að leiðarljósi við alla ákvarðanatöku. Ef ekki er hægt að veita barni umönnun og fullnægjandi uppeldisaðstæður í heimalandi þess getur komið til ættleiðingar milli landa. 19 VERND GEGN OFBELDI 20 UMÖNNUN UTAN FJÖLSKYLDU ÆTTLEIDD BÖRN 21

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=