Þekktu réttindi þín

11 16. grein – Persónuvernd og einkalíf Öll börn eiga rétt á einkalífi. Lögin eiga að vernda einkalíf barna, fjölskyldur og heimili. Börn eiga líka rétt á því að samskipti þeirra við aðra, orðspor þeirra og fjölskyldna þeirra sé verndað með lögum. 17. grein – Aðgengi að upplýsingum Börn eiga rétt á því að sækja upplýsingar af internetinu, úr sjónvarpi, útvarpi, tímaritum, bókum og öðrum miðlum. Fullorðnir eiga að gæta þess að upplýsingarnar séu börnum ekki skaðlegar. Stjórnvöld eiga að hvetja útgefendur og fjölmiðla til þess að deila upplýsingum með fjölbreyttum leiðum sem öll börn skilja. 18. grein – Ábyrgð foreldra Foreldrar bera aðalábyrgð á uppeldi barna sinna. Þegar barn á ekki foreldra tekur annað fullorðið fólk við ábyrgðinni á uppeldi barnsins. Þeir sem annast uppeldi eiga að meta og taka tillit til þess sem er barninu fyrir bestu og eiga stjórnvöld að hjálpa og leiðbeina þeim. Þegar barn á tvo foreldra bera þeir almennt báðir ábyrgð á uppeldi barnsins. PERSÓNUVERND OG EINKALÍF 16 AÐGENGI AÐ UPPLÝSINGUM 17 ÁBYRGÐ FORELDRA 18

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=