Þekktu réttindi þín

10 13. grein – Frelsi til að deila hugmyndum sínum Börn eiga rétt á því að deila skoðunum sínum, vitneskju og hvernig þeim líður með öðrum með því að tala, teikna eða tjá sig á annan hátt, svo lengi sem það hefur ekki skaðleg áhrif á annað fólk. 14. grein – Skoðana- og trúfrelsi Börn eiga rétt á frjálsri hugsun og að velja sér trúarbrögð og eigin hugmyndir, svo lengi sem það hindrar ekki aðra í að njóta réttinda sinna. Í uppeldi geta foreldrar leiðbeint börnum sínum um hvernig megi nýta þessi réttindi að fullu. 15. grein – Félagafrelsi Börn eiga rétt á því að stofna sín eigin félög og hópa og þau mega hitta vini og félaga, svo lengi sem það brjóti ekki gegn réttindum annarra. FRELSI TIL AÐ DEILA HUGMYNDUM SÍNUM 13 SKOÐANA- OG TRÚFRELSI 14 FÉLAGAFRELSI 15

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=