Það kom að norðan

6 Norðurpólnum. Við komumst aldrei að því, enda skipti það engu máli. Það þurfti fjóra menn með króka og reipi til að koma honum á þurrt. Ástæðan fyrir því að bæjarbúar hópuðust saman til að skoða ísjakann var ekki sú að enginn hefði neitt betra að gera. Vissulega spilaði það inn í, Siglufjörður var einstaklega kyrrlátur þessa helgi. En stóra málið var að eitthvað var frosið inni í honum. Eitthvað dökkt og kringlótt. Hamrar, meitlar og sagir voru notaðar til að losa klakann utan af fyrirbærinu og fyrr en varði blasti það við þeim. Það var egg. En þetta var ekkert venjulegt egg. Það var á stærð við fótbolta, kolsvart á litinn og alsett þrútnum æðum. Það var pikkfrosið en annars vel varðveitt. Bæjarbúum varð samstundis ljóst að þetta væri gríðarlega mikilvægur fundur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=