Það kom að norðan

76 hafði gerst. Ég vissi að einhver yrði að gera það. Þegar Davor náði loksins að koma okkur aftur af stað, var það orðið of seint. Við sigldum inn Eyjafjörð og sáum með eigin augum að Akureyri var ekki lengur örugg. Einhver hafði greinilega komist í vatns- bólið og sýkt það. Við hættum okkur hvergi nærri höfninni en við sáum gegnum kíki að það fólk sem eftir var á götunum stóð ýmist grafkyrrt eða skakklappaðist milli húsa. Við sáum hvergi nokkur börn. Í bjartsýniskasti ákváðum við að reyna að komast til Reykjavíkur til að vara sem flesta við. Við hefðum átt að vita betur. Báturinn gaf endanlega upp öndina skammt frá Ólafsvík og það var sama hvað við reyndum, hann fór ekki í gang. Við flutum þar um í dágóðan tíma, nógu skammt frá landi til að sjá bæinn, en of langt í burtu til að geta synt þangað.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=