Það kom að norðan
73 eftir af fólkinu sem við þekktum. Þau voru flest orðin afskræmd. En Davor kom okkur af stað í tæka tíð. Hann keyrði olíuna í botn og bátur- inn þeyttist áfram í þann mund er eitt skrímslið stakk sér fram af bryggjunni og rétt missti af okkur. Við Inga héldum hvor í aðra meðan við fjarlægðumst höfnina á fullri ferð og skildum þessa hryllingsmynd eftir. Ég trúði ekki að við hefðum komist lífs af. Ég trúði ekki að foreldrar okkar væru sýkt. Svartur reykurinn úr eldsvoðanum varð smærri og smærri og áður en ég vissi af sá ég hann ekki lengur. Síðan þá hafa liðið tveir dagar. Vélin bilaði þegar við vorum komin út úr firðinum og það tók Davor heilan dag að finna út hvernig ætti að laga hana. Það var þá sem ég byrjaði að hripa niður hvað
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=