Það kom að norðan
72 En þá flæddi mannmergðin út úr bátahúsinu og það leið næstum yfir mig af skelfingu. Öll voru þau afskræmd, dettandi í sundur, með fálmara og allskyns útlimi skagandi út úr svöðusárum. Sum eins og köngulær frekar en manneskjur. Þau öskruðu og hlupu eins hratt og þau gátu um bryggjuna í leit að okkur. Raggi var þarna. Jói bakari. Marija. Mamma mín. Elsku, aumingja mamma. Hún hafði aldrei gert flugu mein, hvers vegna þurfti þetta að hafa gerst? Vélin hrökk í gang og öll sem eitt litu skrímslin til okkar. Davor var svo stressaður að hann vissi varla hvað hann hét. Hann ýtti á alla takka inni í stýrishúsinu en ekkert gerðist. Ég og Inga kláruðum að losa landfestarnar og komum okkur fyrir á trillunni og héldum fyrir eyrun. Það var ekkert meira sem við gátum gert, þetta var allt í höndum Davors. Heill her af óskapnaði hljóp eftir bryggjunni með hræðilegum látum. Nánast ekkert var
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=