Það kom að norðan

71 Það var rétt hjá henni. Davor hafði oft minnst á að hann hefði farið á sjó með pabba sínum. Hann hlaut að kunna að sigla. Davor kinkaði kolli, greinilega stressaður, og leitaði ringlaður að bátnum. Við Inga fylgdum í humátt á eftir honum meðfram bryggjunni meðan logar sprungu út um rúðurnar á bátahúsinu. Eldtungurnar teygðu sig í þakið. Það var tímaspursmál hvenær húsið yrði alelda. Litli, ljóti báturinn hans Ivan var bundinn við bryggjuna skammt frá. Ég hafði oft gert grín að honum til að pirra Davor – hann var eldgamall og að hruni kominn – en ég hafði aldrei verið jafn fegin að sjá neitt á ævinni. Ég og Inga börðumst við að losa landfestarn- ar meðan Davor stökk um borð og prófaði að setja hann í gang. Blessunarlega var vélin í honum það gömul að lykillinn var pikk- fastur í svissinum. Eftir skamma stund var trillan farin að hósta og rymja og allt virtist vera á réttri leið.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=