Það kom að norðan

70 HAFIÐ TEKUR Logarnir breiddust hraðar um húsið en ég hafði þorað að vona. Kannski var það út af öllum gamla viðnum í bátunum, kannski var eggið svona eldfimt. Það er engin leið að vita það. Það eina sem skipti okkur máli var að komast sem lengst frá báta- húsinu. Við flúðum út á bryggjuna og reyndum í örvæntingu að finna undankomuleið, en það voru engir bílar nálægt. Öskrin og skrækirnir voru óbærilegir, reykurinn skar í lungun og allt virtist vonlaust. Inga systir greip þá í Davor og spurði hvort pabbi hans væri ekki trillukarl. Davor jánkaði því ringlaður en hún togaði enn fastar í hann og spurði hvort báturinn hans væri ekki hérna nálægt. Gætum við ekki siglt honum út á sjó, spurði hún.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=