Það kom að norðan
66 En hún endurtók það nógu oft til að ég áttaði mig á því um hvað hún var að tala. Nefið á Ingu laug aldrei. Við sátum með bakið í stórar olíutunnur sem voru partur af sýningunni. Ég þekkti þær í sjón því mamma hafði sýnt okkur ógrynni af myndum af þeim þegar hún fékk þær. Þetta voru alvöru tunnur. Það gæti verið alvöru olía í þeim. Höndin á Mariju hafði brugðist illa við hita. Kannski var von eftir allt saman. Ég kraflaði mig á fætur og reyndi að losa tappann af tunnunni en hann var pikk- fastur. En Davor var mættur með lausn- ina, eins og vanalega. Hann hafði stolið hnífnum hans Ragga eftir veltuna. Af öllu afli rak hann hnífinn gegnum tappann og saman veltum við tunnunni um koll. Hrikalegur daunn gaus upp og olía rann yfir gólfið, alla leið að viðarkassanum með egginu. Áður en nokkur gat rönd við
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=