Það kom að norðan

64 Út úr hliðarherbergi birtist maður. Hann ýtti á undan sér viðarkassa ofan á vörubretti og andaði í hryglukenndum bylgjum. Höfuðið og annar handleggurinn drógust á jörðinni á eftir honum því líkaminn var hálfvegis rifinn í tvennt. Samt hélt hann áfram. Ég þekkti hárið og leðurjakkann samstundis. Þetta var Raggi. Eða það sem var eftir af honum. Viðarkassanum var komið fyrir hjá mömmu og lokinu lyft af honum. Hræðileg lykt gaus upp og Inga systir vaknaði loksins. Í kass- anum var svarta eggið. Það var óbreytt frá deginum áður, utan þess að það hafði opn- ast að ofanverðu. Eitthvað bleikt og slepju- legt iðaði þar ofan í og gaf frá sér skræk hljóð. Ég reyndi að biðla til mömmu að hætta þessu og leyfa okkur að fara en hún hlustaði ekki á okkur. „Við sýktum vatnið. Nokkur okkar eru á leiðinni yfir fjöllin í þessum töluðu orðum. Þau munu brjótast inn í hvert einasta vatns-

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=