Það kom að norðan

63 flatur. Þetta var það sem ég óttaðist mest. Mamma var sýkt eins og allir hinir. Ég man ekki nákvæmlega það sem hún sagði, ég var of hrædd til að fylgjast vel með. En ræðan hennar var eitthvað á þessa leið. „Börnin góð. Bærinn okkar hefur orðið fyrir mikilli lukku. Góða gesti hefur borið að garði. Þeir vilja sameina okkur öll. Þeir vilja gera okkur hamingjusöm. Þeir vilja hjálpa okkur að verða bestu útgáfurnar af sjálfum okkur. Þeir vilja okkur vel. Sjáið hversu snögglega boðskapur þeirra hefur breiðst um þorpið. Lítið á nágranna ykkar, sjáið hvað þeir eru sáttir. Þessar fram- farir áttu sér stað á sólarhring. Getið þið ímyndað ykkur hvernig landið allt mun líta út að viku liðinni?“ Ég fann Davor skjálfa af ótta við þessa hræðilegu tilhugsun. Raggi hafði rétt fyrir sér, þetta var sýking og hún var að breið- ast út. Ef ekkert yrði að gert, þá yrði allt landið undirlagt. Jafnvel allur heimurinn.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=