Það kom að norðan

62 og feitur ormur við fætur hennar. Andlitið á henni virtist hafa rifnað í tvennt til að gera pláss fyrir þessa nýju tungu. Það var hræðileg sjón. En út úr skrifstofunni birtist óvænt von. Mamma mín. Lovísa. Hún gekk ákveðin milli bæjarbúanna án þess að kippa sér upp við ástandið á þeim og nam staðar fyrir framan okkur með hendur á mjöðmum. Eina ástæðan fyrir því að ég stökk ekki í fangið á henni var að ég vildi ekki gera neitt sem yrði til þess að áhorfendurnir vöknuðu til lífsins. Ég ákvað að sitja sem fastast og sjá hvernig þetta þróaðist. Í huganum fór ég yfir allar útgönguleiðir og hvernig best væri að komast þangað öll fjögur. En þá tók mamma til máls og ég vissi að þetta yrði ekki svo einfalt. Frá fyrsta orði var skýrt að mamma var ekki hún sjálf. Rödd hennar var rám og skringileg, orðavalið var formlegt og tónninn

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=