Það kom að norðan

61 Ég sá um leið að við vorum ekki ein. Allt í kringum okkur var fólk. Meðfram öllum veggjum stóð það og glápti á okkur tóm- um augum. Hvert sem ég leit sá ég þau. Svo virtist sem allur bærinn væri þarna samankominn. Fólk á öllum aldri, margir í blóðugum skyrtum, sumir klæddir í vinnu- galla, aðrir í náttfötunum. Ég kannaðist við þau öll. En ég hafði aldrei óttast þau fyrr en nú. Það versta var að Þórdís hótelstýra stóð fyrir innganginum. Risastóri fálmarinn stóð upp úr kokinu á henni og lá eins

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=