Það kom að norðan

60 fólks hefði gripið okkur og borið okkur aftur inn í Siglufjörð. Hann var ekki viss um hvar þau væru en hann hafði sínar grunsemdir. Það voru ekki mörg hús af þessari stærðargráðu í bænum. Þetta hlaut að vera stóra bátahúsið. Við sátum þarna í myrkrinu, skjálfandi á beinunum og reyndum að koma Ingu á lappir en hún babblaði bara þvoglumælt út í loftið. Áreksturinn hafði farið illa með okkur öll. Skyndilega hrukku loftljósin í gang með háum smelli og risastórt herbergið lýstist upp. Við vorum vissulega í bátahúsinu. Það var stærðarinnar vöruskemma sem Síldar- minjasafnið hafði breytt í sýningarrými. Ég þekkti þetta hús vel. Mamma hafði dregið okkur margsinnis þangað inn til að sýna okkur nýja muni í sýningunni. Yfir okkur gnæfðu tveir stórir bátar, hangandi í vírum úr loftinu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=