Það kom að norðan

57 Raggi hugsaði málið í langan tíma áður en hann svaraði. „Kannski er unga fólkið ónæmt.“ Ekkert okkar var með betri hugmynd. Inga fór að babbla um að ungt fólk væri með hraðari brennslu og þess vegna værum við kannski frísk. Davor þuldi upp allar stað- reyndir sem hann mundi um ónæmiskerfið. Ég sagði ekki neitt, heldur starði út um framrúðuna. Davor og Inga voru komin á flug í um- ræðum sínum þegar bíllinn rakst utan í vegg og skrapaðist eftir honum. Gríðar- legt ískur skar í eyrun og við öskruðum öll en Raggi virtist ekkert heyra í okkur. Dökk skuggamyndin af honum starði út um gluggann með báðar hendur á stýri. En hann svaraði engu. Bíllinn sveigði og nuddaðist utan í hinn vegginn. Rúður brotnuðu, neistar þeytt- ust yfir okkur og við heyrðum ekki öskrin í okkur sjálfum fyrir látum. Skyndilega

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=