Það kom að norðan
55 suður í nokkra mánuði til að vinna á verk- stæðinu hjá pabba sínum. Ástæðan var einföld: Mamma hans þurfti á fjárhagslegri hjálp að halda. Hann var sjálfur óviss um hvers vegna allir þessir orðrómar hefðu farið af stað – mögulega vegna þess að hann keyrði um á mótorhjóli og hafði aldrei verið vina- margur. Satt best að segja fannst honum það frekar skítt að vera stanslaust undir grun í hvert skipti sem eitthvað fór úr- skeiðis í bænum. Okkur þremur leið frekar kindarlega þarna aftan í sendiferðabílnum. Raggi var kannski ekki svo slæmur eftir allt saman. Og hann hafði jú bjargað þeim frá Þórdísi og hinu fólkinu. Svo var annað: Hann vissi meira en þau. Samkvæmt Ragga var þetta sýking. Á einhvern hátt hafði hún breiðst um bæinn á einni nóttu og náð til hvers einasta íbúa. Hann vissi ekki hvaðan hún kom en hann
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=