Það kom að norðan

54 Hann baðst afsökunar á því að hafa látið okkur stinga okkur í puttana en hann varð að fullvissa sig um að við værum ekki eins og hinir bæjarbúarnir. „Blóðið í þeim er svart,“ sagði hann og benti á rauðu dropana á fingrum okkar þriggja. Inga systir gat ekki hamið sig lengur. Hún emjaði og skældi og grátbað hann um að myrða okkur ekki. Ég reyndi að þagga niður í henni en hún barðist um og hrópaði að hún vissi að hann hefði verið í fangelsi fyrir morð. Þetta var það allra versta sem hún hefði getað sagt. Meira að segja Davor vaknaði til lífsins við þetta og starði skelf- ingu lostinn á Ingu kjaftaskjóðu. En Raggi sagði ekki neitt. Hann hristi bara höfuðið og beið þar til Inga hætti að tala. Svo ræsti hann bílinn og keyrði af stað meðan hann sagði okkur sannleikann. Hann hafði ekki verið í fangelsi. Hann var bara í Reykjavík. Honum var kippt út úr Verkmenntaskólanum á Akureyri og sendur

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=