Það kom að norðan

53 Hann virti okkur fyrir sér, eitt af öðru og kastaði svo einhverju bleiku í fangið á mér. Það var teiknibóla. „Stingið ykkur í fingurgóminn.“ skipaði hann og otaði að okkur hnífnum. Við þorðum ekki öðru en að hlýða. Davor tók varla eftir því þegar ég stakk hann í vísifingurinn. Inga var of hrædd til að finna fyrir nokkru. Sársaukinn skaust gegnum höndina á mér leiftursnöggt en svo var hann búinn. Raggi gaf okkur merki um að sýna sér sárin og kinkaði svo kolli. Honum var sýnilega létt. Hnífurinn rann aftur ofan í vasann og svo settist hann aftur við stýrið. Enginn sagði neitt í smástund en að lokum sneri hann sér við og andlitið á honum var allt teygt og skælt. Ég trúði þessu ekki, hann var að reyna að brosa til okkar. Það var eins og hann hefði aldrei gert það áður. Hann tók til máls eins blíðlega og hann gat – sem var ekki mjög blíðlega.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=