Það kom að norðan

52 Ég reyndi að ná sambandi við Davor til að sjá hvort hann hefði einhverjar hugmyndir en hann starði bara fram fyrir sig, gjörsam- lega í sjokki. Ég trúði því enn ekki að þetta hafi verið fjölskylda hans í raun og veru. Ég var sannfærð um að þetta hlyti að hafa verið einhvers konar afrit. Kannski voru þetta geimverur. Það hlaut að vera svarið. Þegar síðasta húsið á svæðinu var horfið sjónum, snarbremsaði Raggi og stoppaði bílinn. Ég og Inga reyndum að opna aftur- dyrnar en þær voru allar læstar. Við gátum hvergi farið, við vorum innikróaðar. Raggi klöngraðist milli framsætanna eins og könguló og hélt á hræðilega hnífnum sínum. Hann var hrikalega langur og mjór og gnæfði yfir okkur. Ekkert okkar kom upp orði af ótta – meira að segja Inga, þótt hún sæi ekki hnífinn. Hún vissi af Ragga, eins og allir krakkarnir í bænum. Hún vissi hversu hættulegur hann var.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=