Það kom að norðan

50 Við þrjú hörfuðum út á Snorragötuna. Hvert sem við litum sáum við fleira fólk nálgast, allt greinilega sýkt af því sama og Þórdís. Við vorum umkringd. En þá sáum við stóran sendiferðabíl koma á fullri ferð innan úr bænum, flautandi og blikkandi ljósunum. Við hlupum til móts við hann með Þórdísi á hælunum, öskr- andi og veinandi. Bíllinn klossbremsaði og skrensaði rétt hjá okkur svo við gátum klöngrast inn um opnar hliðardyrnar og skellt á eftir okkur. Skræk öskrin í Þórdísi ómuðu innan í tómum sendiferðabílnum meðan við fjarlægðumst bæinn. Við komum varla upp orði af skelfingu. Ekki bara út af skrímslunum. Við stýrið sat Raggi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=