Það kom að norðan

48 Það var Þórdís hótelstýra. Hún stóð beint fyrir framan bílinn. Andlitið glansaði af svita og andardráttur hennar var hryglu- kenndur. Dökkt slím lak út úr erminni á jakkanum hennar og myndaði poll á gangstéttinni. Við vorum öll frosin af ótta og gátum okkur hvergi hrært. Þórdís hafði alltaf verið óhugnanleg en nú leit hún út fyrir að vera fárveik. Hún leit á Davor og opnaði munninn til að segja eitthvað meira. En það kom ekkert hljóð. Þess í stað ómaði hár brestur um alla höfnina og skyndi- lega braust risa- stór fálmari upp úr kokinu á henni. Það var eins og kolkrabbi væri innra með henni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=