Það kom að norðan

47 Við hvern gætum við talað? Hvað áttum við eiginlega að gera? Eins og vanalega var Davor með lausn á reiðum höndum, þrátt fyrir allt. „Stelum bíl!“ hrópaði hann þegar við skrönsuðum inn á bílastæðið hjá hótelinu. Ég kunni ekki á bíl en Davor hafði margsinnis sagt mér frá því að pabbi hans hefði kennt honum að keyra. Það voru nokkrir bílar á stangli á bíla- stæðinu og flestir þeirra voru læstir. Við hömuðumst á hurðarhúnunum þar til við fundum einn sem var opinn. Það var fíni bíllinn hennar Þórdísar hótelstýru. Davor leitaði í örvæntingu að lyklunum og fyrir ótrúlega lukku fann hann þá milli sæt- anna. Hann stakk þeim í svissinn og vélin vaknaði til lífsins með miklum látum. Við Inga vorum að klöngrast hinum megin við bílinn þegar við heyrðum kunnuglega rödd. „Þeir myndu ... þurfa að ... hirða … líkin.“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=