Það kom að norðan

46 Marija og Ivan sátu hreyfingarlaus eftir. Ég hef ekki tölu á því hversu oft ég hef keppt í 400 metra spretthlaupi en ég get ábyrgst það að ég hef aldrei hlaupið jafn hratt og þennan dag. Við hentumst niður götuna, Davor orðlaus af skelfingu, Inga hangandi aftan í mér. Hjólin voru gleymd og grafin í æsingnum og við sprettum úr spori á tveimur jafnfljótum eins langt í burtu frá húsinu og við gátum. Þetta gat ekki verið að gerast, þetta hlaut að vera martröð. Við hlupum niður Hvanneyrarbraut, beygðum til hægri hjá sjoppunni og stefndum niður Snorragötu. Allar útidyr á húsunum í kring voru opnar og í þeim stóð fullorðið fólk. Þau horfðu á eftir okkur líflausum augum. Sum þeirra voru í blóðugum fötum. Ekkert þeirra sagði neitt. Heilinn í mér var hættur að virka. Sama hvað ég reyndi að hugsa þá datt mér ekkert í hug. Hvert áttum við að fara?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=