Það kom að norðan
43 Davor skildi ekki hvers vegna ég reyndi að toga hann með mér og streyttist á móti. Það var engin leið að útskýra hvað var inni í stofu eða hvað ég óttaðist að hefði gerst hérna. Eitthvað var að foreldrum hans. Það sama og hafði verið að Geir hjá göngunum. Þau voru svo undarlega kyrr. Þau blikkuðu ekki augunum. Þau sátu bara þarna. Þá tók Marija til máls á íslensku. Hún leit beint á mig og sagði rámum rómi: „Ekki fara.“ Davor veinaði af sársauka og ég sá mjóa fingurna hennar grafast inn í öxlina á honum. Hann reyndi að losa sig en hún hélt honum pikkföstum. Filippus kastaði sér aftur og aftur á hurðina og ég heyrði braka og bresta í henni. Fæturnir á mér vildu flýja en ég gat ekki skilið Davor eftir. Ég fann eitthvert afl innra með mér sem gerði mér kleift að rykkja honum frá henni. Við hrösuðum þvert yfir eldhúsið
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=