Það kom að norðan
42 saman. Ég dró Ingu á eftir mér en gerði það svo harkalega að hún hrasaði og rakst í eldhúsborðið með miklum látum. Stútfullur kaffibolli valt um koll og inni- haldið helltist beint í fangið á Mariju. Ég og Davor gripum andann á lofti, það var stórhættulegt að fá sjóðandi kaffi á sig. Ég stökk til og greip viskastykki til að þurrka hana en Marija virtist varla taka eftir neinu. Ég skildi ekkert í því fyrr en ég kom við blauta skyrtuna hennar. Kaffið var kalt. Ég áttaði mig samstundis á því að ekki var allt sem sýndist. Hvers vegna sátu þau hér með tvo bolla af köldu kaffi eins og allt væri í himnalagi? Ég fálmaði eftir höndinni á Ingu en heyrði þá skell berast innan úr stofunni. Filippus hafði kastað sér á dyrnar. Hann vildi komast út. Hræðilegt, skerandi öskur barst undan hurðinni og svo nokkrir skellir enn. Öskrin voru ólík öllum öðrum sem ég hafði heyrt.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=