Það kom að norðan
41 „EKKI FARA“ Ég stóð steinrunnin á ganginum. Ég gat ekki hreyft mig. Blóðugir fálmararnir hans Filippusar hringuðust utan um höfuðið á gólfinu og sugu sig fasta með hræðilegum hljóðum. Skrokkurinn sneri sér til mín en það gat ekki verið að hann vissi af mér. Hann var hvorki með eyru né augu. En Filippus kipptist til þegar Inga systir spurði hvað væri eiginlega þarna inni. Armarnir slepptu takinu á höfðinu og lyft- ust í áttina að okkur, iðandi eins og snákar. Ég teygði mig í hurðina eins varlega og ég gat. Hún lokaðist með lágum smelli og ég hörfaði inn í eldhúsið til að láta hin vita. Davor var enn við eldhúsborðið hjá foreldrum sínum. Marija hélt um öxlina á honum og Ivan sat og hlustaði á þau tala
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=