Það kom að norðan

40 Mín fyrsta hugsun var að Davor hefði haft rétt fyrir sér, kannski var kötturinn veikur þrátt fyrir allt. Ég ætlaði að loka dyrunum og skilja hann eftir í myrkrinu en þá varð eitthvað til þess að hann tók eftir mér. Hann hætti að skjálfa og sat grafkyrr í nokkrar sekúndur. Svo sneri hann sér við. Heilinn á mér hringsnerist til að átta mig á því á hvað ég væri eiginlega að horfa. Það vantaði höfuðið á Filippus. Út úr opnu svöðusárinu á hálsinum á honum stóðu þrír blóðugir fálmarar sem iðuðu út í loftið. Og á gólfinu lá það sem hann hafði verið að éta. Það var höfuðið á honum. Kötturinn var að éta hausinn á sjálfum sér.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=