Það kom að norðan

38 Ég og Inga skildum ekkert en vorum dauðfegnar að vera allavega komnar inn í hús þar sem allt virtist í lagi. En undarlegt hljóð fangaði athygli Ingu. Ég heyrði það ekki fyrr en hún togaði í ermina á mér og benti á dyrnar inn í stofu. Það var eins og lágur hósti. Hann var taktfastur og rámur. Hósti, pása, hósti, pása, hósti. Forvitnin bar mig ofurliði. Meðan Davor hlustaði á mömmu sína laumaðist ég að stofudyrunum. Þær opnuðust með lágu ískri og ég gægðist inn. Það var dregið fyrir alla glugga og birtan úr eldhúsinu myndaði upplýstan ferning á gólfinu. Á eldgömlu mottunni fyrir framan sjónvarpið sat kötturinn Filippus hokinn. Hann sneri baki í mig og hristist og skalf. Hann virtist vera að japla á einhverju stóru. Slímug smjatthljóð heyrðust milli hóstakastanna.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=