Það kom að norðan

37 Davor var nóg boðið. Hann hafði aldrei lent í vandræðum sem foreldrar hans gátu ekki leyst. Það var næstum komið hádegi þannig að kannski væru þeir komnir heim. Við stukkum á hjólin og spændum upp að húsinu hans rétt hjá kirkjunni. Með Ingu í eftirdragi ruddumst við inn í eldhúsið beint í flasið á Mariju og Ivan, mömmu og pabba Davors. Þar sátu þau við eldhúsborðið með kaffi og köku í mestu makindum. Davor faðmaði mömmu sína að sér og þegar hún leit spurnaraugum á hann flæddi upp úr honum orðaflaumur á króatísku sem ég skildi ekki baun í. Hann var greinilega að segja henni frá blóðuga handarfarinu og öllu fólkinu sem hvarf og símamastrinu og Geir í göngunum. Þegar hann lauk sér loksins af, móður og másandi, þá litu Ivan og Marija hvort á annað hissa á svip. Hún lagði hönd á öxlina á Davor og sagði eitthvað á króatísku afar hægt og skýrt, líkt og hún væri að reyna að róa hann niður.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=