Það kom að norðan

36 Ég hélt aftur af öllum mínum löngunum til að öskra og flýja. Þess í stað bakkaði ég hægt að hjólinu, settist á það og sneri við. Geir stóð einn eftir við vegatálmann, starandi á eftir okkur, hreyfingarlaus, umkringdur blóðugum fótsporum. Inga var farin að snökta þegar við komum aftur í bæinn. Ekkert af okkur vissi hvað var í gangi og það var engin leið fyrir okkur Davor að útskýra fyrir henni hversu óþægilegur Geir hafði verið. Það var eitthvað alvarlegt að honum. Við hjóluðum að bakaríinu til að gera eina lokatilraun til að sannfæra Jóa bakara um að hjálpa okkur en þegar við komum þangað var hann hvergi sjáanlegur. Dyrnar voru opnar, kveikt var á ofninum en Jói var horfinn. Það voru engin verks- ummerki, engin fótspor, engin merki um átök. Hann var einfaldlega gufaður upp.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=