Það kom að norðan

morgunn hafði reynt sérstaklega á skapið í mér og ég gat ekki hamið mig. Ég fór af hjólinu og strunsaði til Geirs. Ég ásakaði hann um lygar og skipaði honum að hleypa okkur gegnum göngin, því annars myndum við troðast fram hjá honum. En þegar ég var komin alveg að honum sá ég hversu ótrúlega sveittur hann var. Dropar héngu á skeggbroddunum og ennið á honum glansaði. Augun störðu á mig og ég starði á móti en hann blikkaði þeim ekki. Í raun hafði hann ekki blikkað augunum allt samtalið. Ég hætti að tala þegar ég sá rauð fótspor á malbikinu allt í kring. Þau voru jafnstór og skórnir hans og hurfu út í grasið í vegkantinum. Það var engin rauð málning í kring eða neitt sem gæti útskýrt þetta. Þögnin var aðeins rofin af andardrætti okkar þriggja. Svo virtist sem Geir væri stytta frekar en maður. Hann blikkaði ekki augunum. Hann andaði ekki. 35

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=