Það kom að norðan
34 Við vorum öll svo fegin að sjá einhvern fullorðinn að við byrjuðum að tala hvert í kapp við annað, til að reyna að útskýra fyrir honum hvað væri eiginlega í gangi. En Geir sýndi engin svipbrigði. Hann sagði í raun ekki neitt fyrr en við minntumst á að við værum á leiðinni til Ólafsfjarðar. Þá hristi hann höfuðið og tilkynnti okkur að það væri ekki í boði. Hann sagði að göngin væru lokuð út af umferðarslysi sem hefði átt sér stað fyrr um morguninn. Tveir flutningabílar höfðu klesst hvor á annan og lokað göngunum. Það hafði kviknað í þeim og allt. Ég sá á Ingu og Davor að við vorum öll að hugsa það sama. Hvar voru sjúkrabílarnir? Eða lögreglan? Hvers vegna höfðum við ekki heyrt nein læti? Inga hvíslaði að mér að hún fyndi enga reykjarlykt. Það var síðasta hálmstráið. Ég var vanalega til friðs í skólanum og reifst aldrei við fullorðið fólk. En þessi
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=