Það kom að norðan

32 Það tók okkur um tuttugu mínútur að hjóla upp Siglufjarðarveg að Héðins- fjarðargöngum. Ég hafði aldrei hjólað þar í gegn, enda var það bannað, en þetta voru engar eðlilegar aðstæður. Inga var orðin lafmóð þegar við nálguðumst opið á göngunum, kolsvart og ógnvekjandi. Fjöllin allt í kringum okkur virtust hærri en vanalega og þrúgandi. En við komumst ekki alla leið að göngunum því röndóttur vegatálmi lokaði veginum. Hann var vanalega bara notaður á veturna þegar allt var ófært þannig að þetta var afar óvenjulegt. Við tálmann stóð maður í galla merktum Vegagerðinni. Hann gekk til okkar með útréttar hendur og kallaði til okkar að stoppa, sem við gerðum. Hann nálgaðist okkur alvarlegur á svip og tók sér stöðu á miðjum veginum beint fyrir framan okkur. Ég þekkti þennan mann ekki en á hjálminum hans stóð „Geir“. Hann var skeggjaður og stór, með stóra ístru.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=