Það kom að norðan

31 GÖNGIN Ég vil ítreka að allt sem stendur í þessu bréfi er dagsatt. Ég hef hvorki ýkt né breytt neinu. Sumt hljómar ótrúlega, sérstaklega það sem gerðist næst, en þú verður að trúa mér. Við hjóluðum eins hratt og við gátum út úr mannlausum bænum. Stefnan var sett á Ólafsfjörð. Ási frændi okkar Ingu bjó þar og hann hlaut að geta hjálpað okkur. Ef hann var ekki heima þá ættum við allavega að geta notað símana okkar til að hringja í lögregluna eða björgunarsveitina eða bara hvern sem er. Djúpstæður kvíði reis upp innra með mér þegar ég leit um öxl á Siglufjörð fjarlægjast okkur. Ég hafði aldrei kunnað sérlega vel við þennan bæ því mér fannst aldrei neitt gerast þar. En núna leið mér eins og fylgst væri með mér úr hverjum glugga.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=