Það kom að norðan

30 Í fjallinu fyrir ofan bæinn reis rykský til himins og í andartak hristist allt bakaríið. Við störðum öll út um gluggann á eitthvað stórt hrapa til jarðar og renna niður hlíðina. Jói kláraði úr glasinu sínu áður en hann tók til máls. „Símamastrið.“ Það var rétt hjá honum. Sama hvað við reyndum þá náðu engir símar lengur sambandi. Eitthvað hafði eyðilagt mastrið. Eða einhver. Nú var nóg komið. Það var engin leið að hringja á hjálp. Foreldrar Davors sinntu vanalega ræstingum fyrir hádegi um helgar en það var engin leið að vita í hvaða fyrirtæki þau væru. Við urðum að leita annað. Ég og Inga eigum tvöfalt hjól sem við getum notað saman og Davor á flott fjallahjól. Við kvöddum Jóa og settum stefnuna á göngin til Ólafsfjarðar. Þar hlaut einhver að geta hjálpað okkur. En við komumst aldrei þangað.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=