Það kom að norðan
28 Við hlupum að lögreglustöðinni til að leita hjálpar en komum að tómum kofanum. Enginn var í afgreiðslunni og skrifstofan var mannlaus. Við fórum á bókasafnið en þar var allt læst. Það sama var uppi á teningnum í kjörbúðinni og sundlauginni. Við bönkuðum á dyrnar hjá nágrönnum okkar en enginn kom til dyra. Það var ekki fyrr en við komum að bakaríinu sem við sáum loksins einhvern fullorðinn. Jói gamli, eigandi bakarísins, bisaði þar sveittur við baksturinn og haltraði svo til að fylla á kælinn. Við ruddumst inn með látum og honum dauðbrá. Ég hef ekki tölu á því hversu oft við höfum farið í þetta bakarí til að fá okkur ostaslaufu eða snúð. Þetta var í fyrsta skipti sem ég hafði séð bakaríið tómt. Jói var eini maðurinn þarna inni. Við vonuðumst til að hann gæti hjálpað okkur en hann hafði engan tíma til að hlusta á furðusögur. Báðir bakararnir hans
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=