Það kom að norðan
En ég var handviss um það sem ég hafði séð. Enginn gæti gleymt því. Það er erfitt fyrir mig að lýsa því í smáatriðum því ég hafði aldrei séð neitt í líkingu við það áður. Það var ekki með augasteina en ég var handviss um að það hafði séð mig. Eitthvað lá þarna í myrkrinu í felum með glóandi glirnur og hræðilegan munn. Allt í einu greip Inga þétt í höndina á mér og spurði hvort við hefðum heyrt hljóð. Við Davor litum hvort á annað, viss um að við hefðum ekkert heyrt. Ég greip í Ingu og tók á rás burt frá húsinu. 27
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=