Það kom að norðan

24 einn af sjómönnunum. Þeir eru alltaf að skera sig.“ Það var kannski rétt hjá honum, ég hafði ekki verið lengi í bænum en ég hafði oft séð karlana með plástra á hverjum fingri. En ég gat ekki hrist af mér ónotatilfinningu. Þetta handafar var undarlegt. Það var stærra en lófinn minn og fingurnir voru lengri. Þetta var greinilega far eftir fullorðna manneskju. En það voru þunnar rákir fyrir ofan hvern fingurgóm. Eins og langar neglur. Alltof langar. Ég dró Ingu og Davor með mér í leit að mömmu. Fyrst hún var ekki heima, þá var aðeins einn annar staður sem kom til greina: Síldarminjasafnið. Á leiðinni þangað var ég vakandi fyrir mannaferðum. Eigandi blóðugu handarinnar var jú einhvers staðar í bænum. Ég hálfvegis vonaðist eftir að sjá hann, bara til að taka af allan vafa. Ímyndunaraflið vann gegn mér. Í huganum sá ég Ragga fyrir mér, stingandi allt og alla,

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=