Það kom að norðan

23 DRAUGABÆR Ég hringdi í farsímann hennar mömmu og Síldarminjasafnið stanslaust í hálftíma áður en ég gafst upp. Eitthvað stórkostlega furðulegt var í gangi. Ég hafði platað Ingu systur til að hlusta á hljóðbók svo ég gæti náð í Davor og sýnt honum handafarið. Við vorum sammála um að þetta hlyti að vera blóð. Útlínurnar voru dekkri en miðjan og sums staðar var það orðið brúnt að lit. Einhver hafði hallað sér að rúðunni um nóttina með blóðuga hönd. En sá hinn sami hafði ekki reynt að opna gluggann, því engin önnur handaför voru sýnileg. Davor reyndi meira að segja að rekja slóðina en við fundum ekkert óeðlilegt í grasinu kringum húsið. „Það er óþarfi að hafa áhyggjur.“ sagði Davor hughreystandi. „Þetta var örugglega

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=