Það kom að norðan

21 var sannfærð um að hún hefði ekki komið heim um nóttina. Það var ekkert óeðlilegt við að mamma kæmi seint heim. Oft þurfti ég að elda kvöldmat og neyða Ingu til að læra heima, ég var orðin vön því. Ég braut heilann en mundi ekki hvort ég hafi heyrt í mömmu um nóttina. Og þó, ég hafði heyrt ískur í glugganum hennar. En kannski hafði mig dreymt það. Ég fór heim með Ingu til að skoða svefn- herbergið hennar mömmu en þar var ekkert undarlegt að sjá. Búið var um rúmið hennar og vinnufötin voru hvergi sjáanleg. „Það er skrítin lykt hérna.“ sagði Inga staðföst en ég fann ekki neina. Nefið á Ingu virtist verða öflugra eftir því sem sjónin varð verri. Oft gat hún þulið upp allt það sem var í köku bara með því að hnusa af henni. En mér þótti þetta herbergi lykta ósköp eðlilega.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=