Það kom að norðan

20 Við þurftum engar frekari útskýringar og létum okkur hverfa. Það var engin spurn- ing, þessi maður var morðingi. Fyrst að hann var í bænum þessa helgi, þá var enginn óhultur. Filippus virtist feginn að komast heim en Davor botnaði ekkert í því hvers vegna hann vildi ekki borða neitt. Vanalega ryksugaði hann matinn upp á nokkrum sekúndum en núna leit hann ekki við honum. Davor hafði miklar áhyggjur af þessu öllu saman en ég hafði öðrum hnöppum að hneppa. Inga systir hafði heyrt í okkur nálgast og rölti til okkar með blindrastaf- inn sinn. Hún var áhyggjufull á svip, sem var afar óvanalegt. Þegar ég spurði hana hvað væri að, þá sagði hún að mamma væri gufuð upp. Ég benti henni á að hún væri örugglega í vinnunni og hefði gleymt símanum sínum einhvers staðar en Inga

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=