Það kom að norðan

19 hafði aldrei heyrt hann segja eitt aukatekið orð. Ég hafði í raun aldrei komið nálægt honum. Við hlupum beint í flasið á honum og þurftum að snarstansa til að rekast ekki í hjólið hans. Davor er alltaf mjög rólegur en meira að segja hann stirðnaði af ótta. Raggi var nefnilega vopnaður. Hann hélt á opnum vasahníf og starði á okkur. „Fyrirgefðu, ekki skera okkur,“ var það eina sem Davor gat komið út úr sér. „Ég er með kött.“ Raggi virti fyrir sér Filippus í langa stund og lét hnífinn dansa milli fingranna. Í hinni hendinni hélt hann á útskorinni uglu. „Þetta er ekkert smá flott ugla, varst þú að gera hana?“ spurði ég aulalega því mér datt ekkert skárra í hug. Raggi svaraði engu og herti gripið á hnífn- um. Hann steig af hjólinu án þess að taka af okkur augun.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=