Það kom að norðan

18 „Ég sver það hér og nú, ef ég sé ykkur nálægt þessu bílastæði aftur þá hringi ég á lögregluna svo hún geti hirt af ykkur líkin!“ Við heyrðum ekki það sem hún gargaði næst því við hlupum í burtu eins hratt og við gátum. Ég æfi frjálsar íþróttir og ég sérhæfi mig í spretthlaupi. Það kom að góðum notum í aðstæðum sem þessum. Við flúðum meðfram sjónum þar til við komumst í hvarf. En þar tók ekkert betra við. Hjá einum beituskúrnum var hávaxinn strákur með kolsvart hár. Hann var í leður- jakka og sat á háværa mótorhjólinu sínu sem allir í bænum þekktu. Þetta var Raggi. Hann var nítján ára gamall og allur skólinn vissi að hann var nýkominn úr fangelsi. Enginn vissi hvað hann hafði gert en flestir voru sannfærðir um að hann væri morðingi. Ég hafði oft séð hann bruna um bæinn á hjólinu sínu en ég

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=