Það kom að norðan

16 Ég stóð vörð meðan Davor skreið undir bílinn og glímdi við hvæsandi óskapnað- inn. Hvert sem ég leit var enginn sjáan- legur. Ég var fegin að enginn væri nálægur en á sama tíma fannst mér það mjög undarlegt. Allar búðir voru opnar í dag, hvar var allt fólkið? Davor náði Filippusi að lokum og dró hann undan bílnum með miklum látum. En þegar hann reisti sig við, hallaði hann sér á bílinn og þjófavörnin fór í gang. Það var þá sem ég áttaði mig á að þetta var ekki hvaða bíll sem er, þetta var bíllinn hennar Þórdísar. Áður en við vissum af var hún mætt. Hún var klædd í fínu dragtina sína, með hárið í stífum snúð, stífmáluð og fjúkandi reið á svip. Hún arkaði til okkar og við skruppum saman af ótta. Þórdís var bæði stór og mikil. Hún gnæfði yfir okkur og orgaði svo hátt að við heyrðum ekki lengur í þjófavörninni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=