Það kom að norðan

15 „Ég skil ekki hvers vegna þú ert svona pirruð yfir þessu.“ sagði Davor í þriðja skiptið á innan við hálftíma. „Við erum ekki með neina verslunarmannahelgi í Króatíu og öllum líður bara ágætlega.“ Ég hunsaði hann og hélt leitinni áfram. Ég var ekki í skapi fyrir að láta hressa mig við. Það leið ekki á löngu þar til við áttum bara einn leitarstað eftir: Risastóra hótelið á höfninni. Við læddumst bæði yfir bíla- stæðið. Við höfðum engan áhuga á því að gera vart við okkur. Þórdís hótelstýra var þekkt fyrir að vera gríðarlega illa við börn. Allir litlu krakkarnir voru sannfærðir um að hún væri norn. „Sko, sjáðu! Þarna er hann!“ pískraði Davor og benti undir fínan bíl. Þar lá spikfeiti kötturinn og starði fjandsamlega á okkur. Auðvitað þurfti hann að vera hjá hótelinu, af öllum stöðum. „Komdu, kallinn. Psspsspsspss!“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=