Það kom að norðan

14 TÝNDI KÖTTURINN Það var um ellefu leytið á laugardeginum sem ég fékk símtal frá Davor. Mamma hans hafði rifið hann eldsnemma á fætur og sent hann út að leita að kettinum þeirra, honum Filippusi. Hann var fimmtán ára gamall, spikfeitur og hund- leiðinlegur. Svo vantaði á hann rófuna. Þau höfðu fengið hann frá Kattholti um svipað leyti og ég flutti í bæinn. Hann svaf alltaf inni en hafði ekki skilað sér heim um kvöldið. Davor hafði gengið um allt hverfið en hvorki séð tangur né tetur af kettinum. Ég ákvað að slást í för með honum því ég hafði ekkert annað að gera. Þarna var botninum náð. Að eyða skemmtilegasta degi ársins leitandi að ketti sem ég þoldi ekki.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=